Home sweet home

Jæja þá er maður mættur heim í heiðan dalinn. Alltaf gott ad koma í bólið sitt og alminnilega sturtu, get ekki neitað því þótt ævintýraheimurinn togi alltaf í mann.

Á þessari reisu minni heimsókti ég 10 lönd með fimm mismunandi túngumálum og 8 mismunandi gjaldmiðlum. Ég gisti á 43 mismunadi stöðum allt frá tjaldi til heimagistingar og að baki er 16. setur í flugvélum með 11 mismunandi flugfélögum og svo mætti lengi telja upp alls kyns staðreyndir.

Ég sé ekki eftir einni mínutu í sumar, tóm gleði og upplifelsi thetta sumarið sem seint mun gleymast. Ég get sagt að ég hafi verið mjög svo heppin með allt. Lenti ekki í neinu major veseni sem dró mann eithvad niður nema kannski að myndavélinni minni var stolið og gleraugun mín brottnuðu en því er hægt að redda fyrir horn. Jújú moskídó flugur létu mann ekki vera en það er bara partu af prúgrammet. Ekki fékk ég í magan, fékk reyndar 2 flensur en allt betra en ad fá í magan, það getur farið svo á sálina á manni og algjörlega skemmt stemmarann. Maður er komin með doktorsgráðu að pissa úti á allskyns stöðum þó helst út í vegkannti og það fyrir framan alla ferðafélagana, það er líka partu af prúgrammet og líka pissa á allskonar klósettum og finnast það bara fínt. Komin einnig með gráðu í að fá ekki hæðaveiki í mikilli hæð, bara drekka nógu andskoti mikið og anda hratt í takt. Maður er asskoti flinkur í að gera sig skiljanlegan með höndum, fótum og andlitsgrettum til að fá sínu framgengt. Sitja í flugvél og láta sér ekki leiðast, án djóks ef ég fékk einhvern í næsta sæti þá var það í 99% tilfella gamall kall sem talaði annað tungumál en ég kunni og ég fékk þá tilfinningu að þurfa að tékka lífsviðbrögð af og til þar sem kallarnir voru ansi krumpaðir og háir í aldri. Talandi um flug þá er sú reynsla mín eftir þetta sumar að komast virkilega hjá því að þurfa ekki að fljúga með Ryan air, mér finnst leiðinlegt að láta öskra á mig og fá enga þjónustu og sitja í sætum sem eru ansi tæp að meika flugið og hvað þá með flugvélina sjálfa. Sem sagt fullt af skemmtilegri og nitsamlegri reynslu sem mun fylgja mér alla ævi fyrir utan alla þá reynslu sem maður fékk að skoða og heimsækja öll þessi lönd og menningarheima. Vá, ég ætla ekki að hefja hér skáldsöguna miklu um það allt saman ég mun geyma þær sögur handa barnabörnunum.

 Það er mjög svo erfitt að nefna einhvern hápunkt ferðarinnar allt var einstakt og yndislegt en nefni Boliviu sem áhugaverðasta landið þar sem maðdur upplifði mest frumstaiðustu menningu og þjóð. Maður ber svo mikla virðingu fyrir þessu fólki sem byr við erfið skilyrði og það sem maður sér er hamingja og kurteisi hjá þessu fólki.  Inca gangan get ég sagt að hafi verið  mesta persónulegasta challengsið. La Paz mest crasy borgin, Noregur hefur mest brjálaðasta gatnakerfið, besta tjaldstæðið var í San Pedro í Chile, besta sturtan á hótelinu í Cusco í Perú, mest hættulegasti staðurinn var Sao Paulo og besta flugfélagið var air Berlin.

Ég vil þakka Rán fyrir frábæra ferð saman, alveg snilldar ferðafélagi en ykkur ad segja þá er þetta búið að vera á stefnusrkánni hjá okkur í 6 - 7 ár að fara í slíka ferð og það hófst!

Jæja gott fólk ég þakka samfylgdina í sumar og gaman að heyra frá þeim sem kommentuðu á blogginu. Ég mun nu halda eithvad áfram og koma með sögur úr daglega lífinu, úr því þessi blogsíða lifir ennþá og nýta mér myndakvótann sem er eftir.

Allavega er reisu skrifum lokið og maður ekki lengur út og suður í bili

Lifið heil

Sórlún


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Magnað, djöfull hlakka ég massíft til að koma heim og sjá myndir, heyra sögur, nei barna börnin eru ekki þau einu sem vilja sögur :)
Sjáumst í des.
Hlakka til að fylgjast með þér í því daglega :)
Knús frá Mapútó

Þóra (IP-tala skráð) 19.9.2006 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband